Pistlar og aðsendar greinar

Stundum fordómalausa hestamennsku

Neikvætt/ljótt ummtal segir meira um viðhorf og líðan þess sem talar, en um þann sem talað er um!

Ég tók þeirri áskorun að taka við formennsku FT í des s.l. Langar mig að láta gott af mér leiða, hvetja til góðra þátta varðandi hestamennskuna alla, ekki síst samskipta hestamanna. Er þetta mér efst í huga og vill vekja hestafólk til umhugsunar.

Ég var að lesa rannókn um það að ef við erum góð við aðra, menn og dýr, hlúum að þeim sem við elskum, óskum öðrum góðs gengis eða kíkjum í kaffi til ömmu losna gleðiboðefni í heilanum okkar, þannig að mestu vellíðanina fáum við sjálf. Okkur gengur semsagt betur að ná okkar markmiðum þegar við erum góð við aðra, ,hvetjum og hrósum..................heppin:) Einnig hefur verið rannsakað að börn sem alast upp innan um dýr verða,blíðari, umhyggjusamari og ábyrgari en ella. Það sama gildir um hestamennsku, við sem erum svo heppin að hafa tækifæri til að stunda hestamennsku með öllu tilheyrandi, svo sem: moka, viðra, kemba, gefa ofl erum með því að losa um velliðunar og gleðiboðefnin í heilanum. Út frá því mætti ættla að við hestafólk séum heppnari, glaðari, skemmtilegri og betri við hvort annað en gengur og gerist, ekki síst í okkar sporti þar sem við æfum og keppum með hestinn sem fêlaga. En erum við það?

Hestamennskan er svo einstök, hún spyr ekki um stétt eða stöðu, aldursbil verður að engu, við erum öll í lopapeysu, reiðbuxum og tölum sama tungumálið( þefum hvert annað uppi í "leiðinlegum" veislum og tölum um hesta:) Hestamennskan er svo stórkostlega fjölbreytt og allir geta stundað hana á sinn hátt, margar leiðir eru að sama markmiði, útreiðar,leikir, ferðalög, keppnir af ýmsu tagi. Sumir vilja bara komast út í ferska loftið, tengjast náttúrunni og/eða í félagsskapinn sem er stór partur, þetta er allt jafn mikilvægt. Eins eru í hverju góðu félagi tengdu hestamennskunni allir félagar jafnmikilvægir, það er nauðsynlegt að treysta fólki fyrir sínum verkefnum og leyfa því að blómstra í sinni nefnd/félagi.

Úr því að við erum svoooo heppin að vera í hestamennsku og ættum þar af leiðandi samhvæmt rannsóknum að vera glaðari, jákvæðari, skemmtilegri og betri hvort við annað en fólk almennt( heili hestamannsins er í vellíðunarboðefnabaði daglega:) ættum að að vinna enn betur saman að sameiginlegum markmiðum, þó með blæbrigðamun og hagsmunum í hinum ýmsu hestageirum. Stöndum saman, hvetjum hvort annað, tölum fallega um og við hvert annað, og við græðum mestu vellíðanina sjálf. Leysum verkefni( deilur) af heiðarleika sem alltaf koma upp, reiknum með að allir vilji vel og séu að vanda sig, hlustum hvert á annað, held það ættli aldrei neinn að standa sig illa, það má skipta um skoðun, lærum af mistökum og fyrirgefum. Mikilvægt er að hafa kjark til að fylgja hjartanu, skora á sjálfan sig, óttast ekki álit annara og vinna jákvætt úr gagnrýni.

Neikvætt/ ljótt umtal segir meira til um viðhorf og líðan þess sem talar, heldur en þann sem talað er um. Jákvæðni er valkostur....... ert þú búin að velja?

Frábæra hestafólk, gerum okkar mögnuðu hestamenningu en magnaðri og skemmtilegri.

Stundum fordómalausa hestamennsku:)

Kær kveðja Súsanna