Pistlar og aðsendar greinar

Dómaramál höf. Olil Amble

Mig langar að segja nokkur orð i framhaldi af viðtali sem birtist við mig i Morgunblaðinu þann 4 augúst, en umræðuefnið var Norðurlandamótið og dómaramál.
Í viðtalinu gagnrýndi ég störf dómara i töltkeppninni, fjögur dómarapör létu það framhjá sér fara að keppandi hægði ekki niður á fet fyrir miðja næstu langhliðar eins og reglur segja til um. Getur verið að dómarar hafi ekki verið nógu vel fyrirkallaðir, voru þeir þreyttir og þvi óeinbeittir ?

Einnig minnist ég á að sömu reglur gilda ekki fyrir keppendur og dómara á Heimsmeistara og Norðurlandamótum, heilu landsliðin i vinbanni, hvers vegna?

Vegna þess að knapar þurfa að vera í toppformi þegar á reynir, en mér finnst ekki síður að dómarar þurfi að vera í toppformi til þess að geta haldið einbeitingu við þeirra erfiðu og mjög svo áriðandi störf.

Ég set spurningamerki við heiðarleika og hlutdrægni? Ég vil taka fram að ég er ekki með skot á þá dómara sem dæmdu þessa tilteknu keppni, heldur er það mjög eðlilegt að svoleiðis umræða fari af stað eftir svo sérkennilegt atvik, en nær allir áhorfendur sáu hvað gerðist, og sýndu þess greinilega viðbrögð, er þeir hrópuðu inn á völlin til knapans orðin “hægðu niður” það leyndist engum að frábær sýning var að fara i vaskinn.
Með þessum skrifum er ég að horfa til framtiðar, en ekki með persónu árásir um ákveðin tilvik.
Hvers óskum við okkur sem hestamenn, ræktendur, þjálfarar, sýnendur og reiðkennarar?
Hverig dómgæslu viljum við?
Eins og málin virðist vera núna geta dómara gert eins og þeim sýnist og gengið burt óáreittir.
Hvernig var það með dómarann sem á íslandsmótinu i Andvara 2005 gaf hestinum sem rauk einn og hálfann hring á kyrstökki, 6,7 i einkunn, atvik sem ég var vitni að sjálf, svo er sagt að sami dómari hafi dæmd töltkeppnina á landsmótinu og gaf hesti sem brokkaði nánast þrjá hringi einkunina 7,5, ef þetta er rétt er það auðvitað mjög alvarlegt mál.
Enn og aftur vil ég taka það fram að þetta eru ekki persónuárásir heldur dæmi til stuðnings máli mínu, dæmi sem er á allra vörum, því margir eru sammála um að dómaramálin eru ekki i nógu góðu lagi.
Ég vil líka minnast á annað atvik sem gerðist á Norðurlandamótinu í úrslitum i

5 gangi ungmenna. Þegar átti að hægja niður á fet eftir stökkið, vildi einn hesturinn ekki hægja á sér en stökk áfram einn hring til viðbótar.
Knapinn var vitanlega miður sín og fékk auðvitað núll hjá öllum dómurum og lenti þar af leiðendi i neðsta sætið. En jafnframt fékk hann tvö rauð spjöld og eitt gult. Var þörf á því?
Til hvers eru spjöldin? Til að koma ákveðnum skilaboðum til knapana, aðvaranir, gróf reiðmennska o.s. fr.
Í þessu tilfelli var reiðmennskan alls ekki gróf, enda fannst tveimur dómurum það ekki vera, þó svo að knapinn hafi ekki haft stjórn á hestinum.
Að mínu mati eiga dómarar að vera leiðandi, fræðandi, uppbyggjandi og fagmannlegir, þeir eiga ekki að spjalda óhöpp, aðeins grófa reiðmennsku.
Mér finnst sem keppandi að ég eigi rétt á nokkuð jöfnum einkunum fyrir hverja gangtegund, en þegar það er eins og á nýafstöðnu Íslandsmóti þar sem kom fyrir að það munaði tveimur heilum, með einn hest í braut, þá er kominn tími til að ræða málin.
Hér koma nokkrar spurningar sem ég myndi vilja fá svör víð:
Er grunnmenntun dómara næg ?
Er endurmenntun dómara í næg ?
Er vinnuálagið of mikið á dómurum?
Er í lagi að einungis fimm dómarar dæmi heilt Islandsmót?
Er ætlast til of mikils af dómurum?
Væri rétt að yfirdómari fengi meira vald ;
Vald til þess að leiðrétta dómara sem gera skyssu, á staðnum og/eða seinna ef þurfa þykir?
Væri hugmynd að settur yrði inn eftirdómari sem einungis fylgir því eftir að keppni fari rétt fram, þannig að dómarar þyrftu þá einungis að einbeita sér að gangtegundum, gangskiptingum og reiðmennsku?
Er við hæfi að dómarar sem standast ekki alþjóðlegu íþróttadómaraprófi dæmi Íslandsmót?
Væri ekki rétt að einungis dómarar með alþjóðleg réttindi dæmdu Íslandsmót og töltkeppni á Landsmótinu?
Þetta ásamt fleiru eru atriði sem ég vildi vekja athygli á og ræða í þágu hestamennskunnar, því dómarar eru leiðandi í hestamennskunni og mega ekki dragast aftur úr í þeirri hröðu þróun sem á sér stað í Íslensku hestamennskunni. Dómarar þurfa líka aðhald og með þessum orðum vonast ég eftir að hrinda afstað málefnanlegri umræðu um þessi mál.
Að lokum langar mig að vitna í það sem Sigurður heitinn í kirkjubæ og Jóhann á Miðsitju lásu yfir okkur þegar við sátum gæðingadómaranámskeið á sínum tíma:

Dómarar verða heldur aldrei of hvattir til að auka með sér þekkingu hvað varðar öll stig hestamennskunar, hvað varðar liðna tíð sem dagsins í dag, því hver tími hefur sínar hefðir og siði. Með því að auka þessa þætti og búa dómaraefni betur undir störf, stöðvast eflaust fleiri í þessu starfi sem er lykillinn að hestamennsku og mótahaldi dagsins í dag.
Við viljum hvetja alla sem taka dómarapróf að auka og bæta sína þekkingu þannig að þeir styrkist í starfi og því mega menn heldur ekki gleyma, dómarar, það eru þeir sem geta og eiga að hafa áhrif á reiðmennskuna, fágun hennar, ekki bara á keppnisvöllum, því áhrif þeirra gætir jafnt utan keppnisbrauta sem innan, þar eð keppendur eru oft fyrirmyndir annarra. Að lokum viljum við skírskota til þeirrar ábyrgðar sem hvílir á hverjum og einum dómara að þeir vinni öll sín störf af elju og samviskusemi minnugir þess að þeir eru að vinna fornfúst starf fyrir fjöldann og hestamennskuna sem á stundum er vanþakklátt en jafnframt gefandi:

Olil Amble

Innskráning

Heimasíður félagsmanna

Vantar þig kennslu, þjálfun eða faglegar leiðbeiningar?
Smelltu hér til að fá upplýsingar um félagsmenn FT í þinni heimabyggð

RSS fréttir frá LM

Október 22 2021

RSS fréttir frá LH

Október 22 2021