Endurmenntun

Endurmenntun FT byggist á tvennskonar námskeiðum, þ.e. annarsvegar námskeið sem varða sjálft fagið, hér nefnd uppfærslunámskeið” og hinsvegar námskeið í ýmsu sem varðar aðra þætti starfsemi tamningamanna og reiðkennara.

Uppfærslunámskeið

Uppfærslunámskeið haldin fyrir annarsvegar reiðkennara, og hinsvegar fyrir tamningamenn og þjálfara.
Tryggja þarf öllum félögum FT nægjanlegt framboð námskeiða í faginu, bæði til þess að viðhalda þekkingu og leikni, og til þess að halda í við þá þróun sem óhjákvæmilega er í gangi á hverjum tíma. Eigi vel að vera þurfa menn að sækja eitt eða fleiri námskeið á hverju ári. Það sem drífur þetta starf er að sjálfsögðu metnaður manna til þess að eflast sem fagfólk, og bæta árangur sinn í starfi.

Námskeið haldin af FT félögum.
Æskilegt væri að mynda hóp reiðkennara sem myndu vilja halda námskeið ætluð til endurmenntunar fyrir FT félaga. Þessi námskeið gætu verið opin öllum, en FT félagar gengu fyrir. FT myndi niðurgreiða þátttöku félagsmanna.

Námskeið með erlendum reiðkennurum haldin af FT
Alltaf er áhugi fyrir námskeiðum sem haldin eru af reiðmönnum erlendis sem hafa verið að ná góðum árangri í reiðmennsku á Íslenskum hestum á alþjóðlegum vettvangi. FT þarf að vera leiðandi í innflutningi á þekkingu.

Námskeið á vegum annarra en FT
Þegar einhverjir aðilar aðrir en FT flytja inn fagfólk til kynningar á starfsaðferðum, og reyndar hvað sem er, sem þykir athyglisvert, er nauðsinlegt að FT geti gert sínu fólki auðvelt að sækja sýningar og námskeið með niðurgreiðslum.

Aðferða kynningar
Þegar haldnar eru hér sýningar til kynningar á starfsaðferðum lítt þekktum hér á landi, er æskilegt að FT geti gert félagsmönnum kleift að sækja þær, og getur félagið annaðhvort gert samkomulag við sýningar haldara, eða greitt aðgang niður að einhverju leiti.
Sýni félagsmaður sérstakan áhuga á að fara erlendis til þess að sækja fræðslu í einhverju lítt þekktu en áhugaverðu fyrir FT félaga, getur FT styrkt viðkomandi að einhverju leiti til fararinnar, gegn því að viðkomandi miðli hugsanlegri nýrri þekkingu sinni með félögum sínum.

Ráðstefnur
FT þyrfti að standa fyrir ráðstefnum þar sem nokkrir valdir fagmenn myndu mæla fyrir ákveðnu efni, og síðan yrðu opnar umræður. Gesta fyrirlesarar gætu komið inní ráðstefnur af þessu tagi.

Árlegar sýningar Hólaskóla
Árlega eru haldnar sýningar þar sem Hólaskóli kynnir starfssemi sína, Þessum sýningum þyrfti að veita meiri athigli, og hvetja félagsmenn til að sækja þær, bæði menntunarinnar vegna, en einnig til þess að treysta samband FT við skólann, og til þess að félagsmenn verði meðvitaðir um hvað er í gangi á hverjum tíma.

Önnur námskeið
Tryggja þarf félögum aðgang að niðurgreiddum námskeiðum í ýmsu sem getur snert þeirra rekstur og atvinnu.
Æskilegt væri að bjóða námskeið í t.d.
Framkomu og ræðumennsku
Dale Carnegy
Tungumálum
Endurmenntun Háskóla Íslands
Tölvunotkun
Endurmenntun Háskóla Ísland
Stofnun og rekstur smáfyrirtækja
Endurmenntun Háskóla Íslands
Hjálp í viðlögum
Rauðikross Íslands