Tamningamaður

Tamningamaður hefur fræðilega þekkingu, verklega færni og sjálfstæði í vinnubrögðum til frumtamninga og framhaldsþjálfun. Einnig til að standa fyrir fjölþættum rekstri á sviði hestamennsku og hrossaræktar s.s. rekstri tamningastöðva.

Upplýsingar um inntökuskilyrði og nauðsynlegan útbúnað vegan náms

Inntökuskilyrði
Hestafræðingur og leiðbeinandi frá Hólaskóla. Fjöldatakmarkanir eru í námið. Umsækjendur með eldra en ársgamalt hestafræðings og leiðbeinandapróf geta þurft að sýna fram á hæfni sína t.d. með inntökuprófi.

Hestakostur á haustönn
Nemendur temja 2 trippi og þjálfa 2 reiðhross á haustönn. Skólinn sér um að útvega öll hrossin.

Búnaður
Viðurkenndur öryggisreiðhjálmur, vandaður gæðahnakkur sem stuðlar að góðri ásetu og velferð hestsins, stallmúll, beisli, mismunandi gerðir af hringamélum, stangamél, enskur og þýskur reiðmúll, langir reiðtaumar, rennitaumur, venjulegt keyri og hringtaumskeyri, hringtaumsgjörð og tvöfaldir hringtaumstaumar, hófhlífar af mismunandi gerð og þyngd, reiðföt og vinnugalli.
Athygli er vakin á því að nemendafélag skólans getur náð góðum kjörum hjá hestavöruverslunum. Ráðrúm gefst til að gera slíka verslun á fyrstu vikum skólastarfsins.

Verknám
Verknám fer fram á vorönn (janúar-maí) á viðurkenndum verknámsstöðum sem uppfylla skilyrði um aðstöðu, hestakost og faglega kunnáttu og færni verknámskennara.

Tryggingar
Nemendum er skylt að vera tryggðir.

Innskráning

Heimasíður félagsmanna

Vantar þig kennslu, þjálfun eða faglegar leiðbeiningar?
Smelltu hér til að fá upplýsingar um félagsmenn FT í þinni heimabyggð

RSS fréttir frá LM

Apríl 20 2021

RSS fréttir frá LH

Apríl 20 2021