Þjálfari og reiðkennari C

Þjálfari og reiðkennari C býr yfir mikilli sérhæfðri þekkingu og verklegri færni á sviði reiðmennsku og reiðkennslu. Þjálfari og reiðkennari C verði færir um að taka að sér fagvinnu við tamningar og þjálfun hrossa, sýningar og keppni og leiðbeiningastörf á sviði hestamennsku, reiðmennsku og reiðkennslu.

Upplýsingar um inntökuskilyrði og nauðsynlegan búnað.

Inntökuskilyrði og búnaður vegan náms

• Tamningapróf Hólaskóla og FT við skólann árið 2002 eða síðar.
• Inntökupróf í reiðmennsku á væntanlegum próftökuhestum - lágmarkseinkunn 5,0.
• Viðunandi keppnisárangur að mati skólans í a.m.k. 2 eftirtalinna greina: Tölt – fjórgangur – fimmgangur    gæðingaskeið – A-flokkur – B-flokkur.
• Fjöldatakmarkanir eru í námið og ræður aðaleinkunn á tamningaprófi forgangsröð umsækjenda.
• Námið er opið nemendum LBH sem hluti af BSc. námi þar skv. sérstökum samningi skólanna tveggja.
_______________________________________________________________________________________

Telji skólinn aðstæður leyfa er unnt að veita undanþágur frá fyrstgreinda inntökuskilyrðinu og gefa öðrum umsækjendum möguleika á að þreyta inntökupróf. Þeir umsækjendur þurfa annars vegar að hafa lokið tamningaprófi við Hólaskóla samkvæmt námskrá skólans frá 1999/2000 eða fyrr eða tamningaprófi FT utanskóla.

Skólavist er þó aðeins möguleg að umsækjandinn standist lágmarksárangur í öllum eftirfarandi námskeiðum:
• Undirbúningsnámskeiði í reiðmennsku.
• Undirbúningsnámskeiði í reiðkennslu.
• Verknámi i þjálfun reiðhrossa, fimm hross þjálfuð í 6-8 vikur.
 
Fyrir umsækjendur með tamningapróf utan skóla eru einnig stöðupróf í:
• Járningum og hófhirðu
• Líffæra- og lífeðlisfræði
• Atferlisfræði
• Fóðurfræði

Lágmarksárangurs er krafist í öllum ofangreindum greinum.

Inntökupróf í reiðmennsku
Umsækjendur verða að standast inntökupróf í reiðmennsku á væntanlegum nemendahestum, einn alhliðahestur og einn fjórgangshestur, til að eiga möguleika á skólavist. Nauðsynlegt er að framvísa heilbrigðisvottorði fyrir hestana í prófinu, þeir eiga að vera í góðri þjálfun og gallalausir í umgengni (s.s. slægð, ropi osfrv.). Umsækjandi sýnir hestana inni í reiðskemmu og úti á reiðvelli og prófdómarar fara einnig á bak. Hestarnir eiga að vera þjálir og meðfærilegir og kunna undirstöðuatriði fimiæfinga. Hestarnir þurfa að sýna ganghæfileika, fas og vilja sem telja má viðunandi fyrir keppnishest í meistaraflokki eða teljast mjög líklegir til að geta náð því stigi á námstímanum. Reiðmennska umsækjenda er dæmd sérstaklega. Óheimilt er að vera með hesta sem áður hafa notast í þjálfarapróf.

Búnaður
Viðurkenndur öryggisreiðhjálmur, vandaður gæðahnakkur sem stuðlar að góðri ásetu og velferð hestsins, stallmúll, beisli, mismunandi gerðir af hringamélum, stangamél, enskur og þýskur reiðmúll, langir reiðtaumar, rennitaumur, venjulegt keyri og hringtaumskeyri, hringtaumsgjörð og tvöfaldir hringtaumstaumar, hófhlífar af mismunandi gerð og þyngd, reiðföt og vinnugalli.

Athygli er vakin á því að nemendafélag skólans getur náð góðum kjörum hjá hestavöruverslunum. Ráðrúm gefst til að gera slíka verslun á fyrstu vikum skólastarfsins.

Tryggingar
Nemendum er skylt að vera tryggðir.

 

Innskráning

Heimasíður félagsmanna

Vantar þig kennslu, þjálfun eða faglegar leiðbeiningar?
Smelltu hér til að fá upplýsingar um félagsmenn FT í þinni heimabyggð

RSS fréttir frá LM

Apríl 19 2021

RSS fréttir frá LH

Apríl 19 2021