Reglugerð fyrir deildir FT

1. grein
Stjórn deildar.
Stjórnir deilda Félags tamningamanna skulu skipaðar 3 mönnum, formanni, gjaldkera og ritara og 2 mönnum til vara.

2. grein
Skipan í deildir.
Stjórn FT skipar félagsmönnum í deildir, félagsmanni er þó heimilt að starfa með þeirri deild sem hann óskar, jafnframt getur félagsmaður óskað þess að vera formlega fluttur á milli deilda.

3. grein
Starfsemi deilda.
Starfssvið deilda FT er meðal annars að:
a) Að vinna að eflingu faglegrar vinnu tamningamanna m.a. með námskeiðahaldi.
b) Efla félagsstarf.
c) Stuðla að bættum hag félagsmanna.
d) Líta eftir því að lög og reglugerðir FT séu haldin.
e) Starfa í nánu samstarfi við stjórn FT.
f) Deildir skulu skila stjórn FT skýrslu um starfsemi sína fyrir 1. nóvember ár hvert.
g) Hver deild skal senda einn fulltrúa á stjórnarfundi FT.

4. grein
Fjárhagur deilda.
a) Deildir FT hafa sjálfstæðan fjárhag.
b) Suður- og Norðurdeild fá í greiðslu frá FT kr. 100.000.- í janúar ár hvert.  Fjárhæð þessi skal endurskoðuð á aðalfundi ár hver, að öðru leiti afla deildirnar sjálfar tekna til starfsemi sinnar.
c) Deildir skulu skila endurskoðuðu uppgjöri til stjórnar FT fyrir 1. nóvember ár hvert.

5. grein
Aðalfundur / stjórnarkjör
a) Aðalfundur deildar fer með æðsta vald í málefnum deilda.
b) Aðalfundur deildar skal haldinn í nóvember ár hvert.
c) Stjórn skal kosin á aðalfundi til tveggja ára í senn, formaður annað árið,  ritari og gjaldkeri hitt árið. Tveir varamenn skulu kosnir á hverju ári.


Reglugerð þessi hljóti samþykki aðalfundar FT og verður einungis breytt á aðalfundi FT.

Innskráning

Heimasíður félagsmanna

Vantar þig kennslu, þjálfun eða faglegar leiðbeiningar?
Smelltu hér til að fá upplýsingar um félagsmenn FT í þinni heimabyggð

RSS fréttir frá LM

September 26 2021

RSS fréttir frá LH

September 26 2021