Verðlaunahafar

Verðlaunaafhending
Reiðmennskuverðlaun Félags Tamningamanna

Reiðmennskuverðlaun FT eru veitt á Lands- og Fjórðungsmótum. Verðlaunað er fyrir framúrskarandi reiðmennsku og framkomu með hesta sína, hvort sem er í keppnisgreinum eða á kynbótasýningum mótsins.
Að öll framkoma sé til fyrirmyndar innan sem utan vallar, gagnvart hestum, starfsfólki og keppendum. Hestar skulu vera vel uppbyggðir og þjálfaðir, ásamt því að vera ósárir að lokinni læknisskoðun.

FT Fjöðrin

Verðlaunin eru veitt fyrir einstaka útgeislun knapa og hests. Hesturinn sé sjálfberandi, sterkur og mjúkur. Reiðmennska einkennist af samspili og léttleika.

FT Fjöðrin er jafnan veitt á stærstu mótum keppnistímabilsins. 

Jafnframt veitir Félag Tamningamanna verðlaun við bæði Háskólann á Hólum og Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

  • Reiðmennskuverðlaun á Hólum hlýtur sá nemandi á þriðja ári sem hæstu einkunn hlýtur á verklegu lokaprófi.
  • Reiðmennskuverðlaun á Hvanneyri hlýtur sá nemandi sem sýnir bestu reiðmennskuna á Skeifudaginn.

Reiðmennskuverðlaun FT

FM 1991 Kristín Lárusdóttir
LM 2000 Þorvaldur Árni Þorvaldsson
LM 2002 Þórarinn Eymundsson
LM 2006 Mette C. M. Mannseth
LM 2008 Jakob Svavar Sigurðsson
LM 2011 Þórður Þorgeirsson
LM 2012 Sigurbjörn Bárðarson?
LM 2014 Árni Björn Pálsson
FM 2015 Bergur Jónsson
LM 2016 Jakob Svavar Sigurðsson
FM 2017 Helga Una Björnsdóttir
LM 2018 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

FT Fjöðrin