Félag Tamningamanna (FT) fagnaði hálfrar aldar afmæli árið 2020 og af því tilefni verður blásið til veislu þar sem hestamönnum öllum er boðið! Afmælissýningin verður haldin laugardaginn 17.febrúar í Lýsishöllinni í Víðidal í Reykjavík og hefst kl.11:00. Hestavöruverslunin Ástund er bakhjarl sýningarinnar sem gerir félaginu kleift að bjóða hestamönnum frítt til veislunnar.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim rúmlega 50 árum sem FT hefur verið starfandi og tamningameistarar félagsins hafa upplifað tímana tvenna. Þeir þekkja söguna vel og hafa tekið þátt í þeirri miklu þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum og áratugum í reiðmennsku og reiðkennslu á íslenska hestinum.
Meðal þeirra atriða sem boðið verður upp á eru sýnikennslur, sögustund og tónlistaratriði þar sem með tamningameistarar félagsins og afreksknapar heiðra okkar íslensku reiðhefð.
Hlökkum til að sjá sem flesta laugardaginn 17.febrúar í Lýsishöllinni í Reykjavík.
Hér má finna viðburðinn á Facebook!