Félag Tamningamanna býður hestamönnum til afmælissýningar!

Félag Tamningamanna (FT) fagnaði hálfrar aldar afmæli árið 2020 og af því tilefni verður blásið til veislu þar sem hestamönnum öllum er boðið! Afmælissýningin verður haldin laugardaginn 17.febrúar í Lýsishöllinni í Víðidal í Reykjavík og hefst kl.11:00. Hestavöruverslunin Ástund er bakhjarl sýningarinnar sem gerir félaginu kleift að bjóða hestamönnum frítt til veislunnar.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim rúmlega 50 árum sem FT hefur verið starfandi og tamningameistarar félagsins hafa upplifað tímana tvenna. Þeir þekkja söguna vel og hafa tekið þátt í þeirri miklu þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum og áratugum í reiðmennsku og reiðkennslu á íslenska hestinum.

Meðal þeirra atriða sem boðið verður upp á eru sýnikennslur, sögustund og tónlistaratriði þar sem með tamningameistarar félagsins og afreksknapar heiðra okkar íslensku reiðhefð.

Hlökkum til að sjá sem flesta laugardaginn 17.febrúar í Lýsishöllinni í Reykjavík.

Hér má finna viðburðinn á Facebook!

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *