Aðalfundur FT þann 9. des 2021

Aðalfundur Félags Tamningamanna verður haldinn þann 09.12.2021, kl. 19:30 á Zoom.

Hlekkur verður sendur út á Facebook-hópinn „Endurmenntun FT“, en þeir félagar sem ekki eru á Facebook geta haft samband í tölvupósti á tölvupóstfangið ft@tamningamenn.is og fengið leiðbeiningar.

Dagskrá fundarins:

 1. Setning.
 2. Kjör fundarstjóra og ritara.
 3. Kjör starfsnefnda fyrir fundinn.
 4. Skýrsla stjórnar og deilda.
 5. Lagðir fram reikningar félagsins til samþykktar.
 6. Gjaldkeri leggur fram fjárhagsáætlun til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur og mál sem borist hafa og þeim vísað til nefnda.

 • Bæta við í grein 8.1 takmörkun á tímalengd sem sami aðili getur verið í stöðu formanns í senn:
 • Greinin er:
  8 gr.
  Stjórn.
  8.1 Stjórn félagsins skipa fimm menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, og meðstjórnandi. Stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn, formaður og einn stjórnarmaður annað árið og hinir þrír stjórnarmennirnir hitt árið. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórn með sér verkum
  Greinin verður:
  8 gr.
  Stjórn.
  8.1 Stjórn félagsins skipa fimm menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, og meðstjórnandi. Stjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára í senn, formaður og einn stjórnarmaður annað árið og hinir þrír stjórnarmennirnir hitt árið. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórn með sér verkum. Formaður skal þó ekki sitja lengur en þrjú samfelld kjörtímabil.

 • Breyta reglum um tekjur félagsins í grein 11.1:
 • Greinin er:
  11.1 Tekjur FT eru:
  1) Félagsmenn greiða árgjald til félagsins. Fjárhæð árgjaldsins skal ákveðin á hverjum aðalfundi en innheimta þess miðast við félagatal. Gjalddagi árgjalds er 15. apríl ár hvert. Dráttarvextir skulu reiknast 30 dögum eftir gjalddaga.
  Greinin verður:
  11.1 Tekjur FT eru:
  1) Félagsmenn greiða árgjald til félagsins. Fjárhæð árgjaldsins skal ákveðin á hverjum aðalfundi en innheimta þess miðast við félagatal. Gjalddagi árgjalds er 15. apríl ár hvert. Félagsmenn sem starfa í nefndum á vegum FT, auk stjórnarmanna, eru undanskildir greiðslu árgjalds til félagsins.

 • Viðbót á starfssvið stjórnar í grein 9.1:
 • Greinin er:
  9.1 Starfssvið stjórnar FT er meðal annars að:
  a) Stjórna félaginu á milli aðalfunda.
  b) Annast samskipti og samstarf við deildir félagsins.
  c) Annast samskipti og samstarf við menntastofnanir sem mennta tamningamenn og reiðkennara.
  d) Annast samskipti og samstarf við önnur félagasamtök hestamennskunnar.
  e) Koma fram gagnvart opinberum aðilum.
  f) Senda deildum fundargerðir stjórnar FT.
  g) Líta eftir því að lög og reglugerðir FT séu haldin.
  h) Stuðla að bættum hag félagsmanna.
  Greinin verður:
  9.1 Starfssvið stjórnar FT er meðal annars að:
  a) Stjórna félaginu á milli aðalfunda.
  b) Annast samskipti og samstarf við deildir félagsins.
  c) Annast samskipti og samstarf við menntastofnanir sem mennta tamningamenn og reiðkennara.
  d) Annast samskipti og samstarf við önnur félagasamtök hestamennskunnar.
  e) Koma fram gagnvart opinberum aðilum.
  f) Senda deildum fundargerðir stjórnar FT.
  g) Líta eftir því að lög og reglugerðir FT séu haldin.
  h) Stuðla að bættum hag félagsmanna.
  i) Undirbúa og leggja fram tillögu að siðareglum fyrir félagsmenn á aðalfundi sem og útbúa tillögur að breytingum á þeim og leggja fyrir fund til samþykktar.

  8. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna.
  Kosið er um stöðu formanns og eins stjórnarmanns.
  Súsanna Sand Ólafsdóttir hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram í stöðu formanns og Siguroddur Pétursson gefur ekki kost á sér áfram sem stjórnarmaður.
  Það var skipað í kjörnefnd FT og í henni voru Hanna Rún Ingibergsdóttir, Ísólfur Líndal Þórisson og Trausti Þór Guðmundsson.
  Tilnefningar kjörnefndar eru:
  Formaður: Sylvía Sigurbjörnsdóttir
  Stjórnarmaður: Þórarinn Eymundsson

  Öllum kjörgengum félögum stendur hins vegar til boða að bjóða sig fram, en framboð verða að berast vegna tæknilegra ástæðna ekki seinna en klukkutíma fyrir aðalfund (9. Desember 2021, kl. 18:30) á tölvupóstfang félagsins ft@tamningamenn.is .

  9. Önnur mál.

  Stjórn vonast eftir góðri þátttöku á aðalfundinum.

  Leave a Comment

  Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *