Stjórn Félags Tamningamanna 2022

Á síðasta aðalfundi Félags Tamningamanna, sem haldinn var í lok árs 2021, var kjörinn nýr formaður og annar stjórnarmaður. Sylvía Sigurbjörnsdóttir var kjörin sem nýr formaður Félags Tamningamanna og tók við af Súsönnu Sand Ólafsdóttur. Þórarinn Eymundsson var jafnframt kjörinn stjórnarmaður en meðlimir stjórnar eru kjörnir til tveggja ára í senn og héldu því aðrir stjórnarmenn sínum stöðum.

Stjórn Félags Tamningamanna árið 2022 er því eftirfarandi:
Formaður: Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Varaformaður: Þórarinn Eymundsson
Gjaldkeri: Guðmundur Björgvinsson
Ritari: Johannes Amplatz
Meðstjórnandi: Mette C. M. Mannseth
Formaður FT Norður: Dögg Indriðadóttir
Formaður FT Suður: Hrafnhildur Helga Guðmundsdóttir

Við þessi tímamót er við hæfi að þakka fyrir þau góðu störf sem fráfarandi formaður, Súsanna Sand Ólafsdóttir og varaformaður, Siguroddur Pétursson hafa lagt af mörkum til félagsins. Stjórnin þakkar þeim kærlega fyrir og hlakkar til komandi tíma.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *